Frú Eliza Reid forsetafrú heimsækir Miðstöð Slysavarna barna

Frú Eliza Reid heimsótti miðstöð slysavarna bara í morgunn þar sem hún fræddist um starfsemina. Með í för voru tveir af sonum hennar og vinur þeirra ásamt deildastjóra frá skrifstofu forseta.

Í lok heimsóknarinnar fékk hún persónulega fræðslu um öryggi barna í bílum.

Undirrituð vill þakka forsetafúnni og föruneyti hennar fyrir að koma og gefa sér tíma að kynna sér verkefnið.

 

IKEA innkallar belti í ANTILOP barnastól

Af gefnu tilefni er ástæða til að vera vakandi fyrir öryggi matarstóla fyrir lítil börn. Tveggja punkta belti geta verið varasöm og ættu allir matarstólar að vera með þriggja punkta belti.

Í kjölfar fréttar hér í morgun vill IKEA koma á framfæri að innköllunin sem minnst var á er frá því í janúar 2015. Hún snerist um að biðja viðskiptavini að skipta út beltinu í vissum framleiðslunúmerum af ANTILOP barnastólnum. Þeir hafa þó verið með þriggja punkta belti síðan 2004.
Read more

Hnapp­araf­hlöður stór­hættu­leg­ar börn­um

Barnaspítalinn Great Ormond Street í London tilkynnti um síðustu helgi að lífshættulegum tilfellum hafi fjölgað mikið upp á síðkastið. Þeir telja að margir átti sig ekki á því hversu hættulegar þessar rafhlöður eru. Einnig kemur fram að alvarlegum tilfellum fjölgi sökum þess hversu algengar þær eru orðnar á heimilum.

Vert er að benda á að notaðar rafhlöður geta skaðað börn alvarlega en mest er hættan ef þau gleypa ónotaða rafhlöðu. Þær geta fest sig við vélynda eða maga og byrja þá að virka og hitna og brenna gat á líffærin. Af þessu tilefni ákvað ég að minan á þessa frétt sem birtist á mbl.is fyrir ári síðan.