i-Size Ný reglugerð um öryggi
i-Size eða W129 reglugerðin tók gildi 2013. Eins og flestir vita þá hefur ECE R 44.04 reglugerðin gert kröfur um öryggi búnar fyrir börn í bílum í fjölda ára með ýmsum breytingum af og til. Þetta þýðir ekki að ECE R 44.04 hafi runnið sitt skeið heldur eru þær báðar í gildi. Markmiðið er að þær renni saman innan nokkurra ára og verði að einni reglugerð.
i-Size gerir meiri kröfur um öryggi
- Auknar kröfur um vörn í hliðar ákeyrslu og framnákeyrslu með það í huga að vernda höfuð og háls ungra barna sem er mjög viðkvæmur
- Krafa um að börn verði bakvísandi að lámarki 15 mánaða eða upp í 83 cm (ungbarnabílstóll) komin á markað.
- i-Size gerir einnig kröfur um að allur búnaður sé með Isofix, sem kemur í veg fyrir ranglega festan búnað þar sem hann er auðveldari í notkun en belti bílsins.
- i-Size barnabílstólar muna passa í alla bíla með Isofixi
- Val á barnabílstól byggir á lengd barna en ekki þyngd eins og ECE kerfið
i-size er mikil framför í öryggi barna þar sem barnið er bakvísandi lengur. Barn undir 3 ára sem er bakvísandi og lendir í árekstri er 5 sinnum betur varið en barn sem er framvísandi. Hliðarárekstravörn er mikilvæg og þessi nýja reglugerð veitir barninu mun betri vörn en gamla kerfið. Kosturinn við i-size er að það byggir á hæð barns ern ekki vikt en þetta gerir það að verkum að börn geta notað öryggisbúnað lengur. Barn á í raun að nota búnað til 10 til 12 ára aldurs eða þegar að það fer á kynþroska aldur því þá verða bein þeirra hörð og sterkari að taka á sig högg frá bílbeltum líkt og gerist hjá fullorðnum.