Börn í leigubílum og rútum

Þegar ferðast er með barn í leigubíl eða rútu er mikilvægt að það sé fest í öryggisbúnað.

Öryggi barna í leigubílum

Þegar ferðast er með barn í leigubíl er hægt að panta bíl sem er með öryggisbúnað. Mikilvægt er að taka fram hversu þungt barnið er þannig að þú fáir bíl sem er með réttan búnað fyrir barnið.

Fæstir eru með ungbarnabílstóla enda eru foreldrar oft með þá meðferðis. Sumir leigubílar eru með innbyggða barnabílstóla í aftursætinu sem eru jafn öruggir og aðrir barnabílstólar og henta börnum frá 9 kg. Aðrir eru með lausan búnað sem þeir hafa meðferðis.

Öryggi barna í rútum

Í sumum rútum eru einungis tveggja punkta belti og þá má einungis festa barnabílstól sem er gerður fyrir tveggja punkta belti en það er ekki mikið til að slíkum stólum í dag. Athugið að aldrei má festa öryggisbúnað í tveggja punkta belti ef hann er eingöngu gerður fyrir þriggja punkta belti því það skapar falskt öryggi. Þó að flest belti í rútum séu tveggja punkta er oft að finna þriggja punkta belti á ákveðnum stöðum.

Barn sem er vant að nota sessu með eða án baks á ekki að nota sessu ef rútan er einungis með tveggja punkta belti. Hætta er þá á að barnið kastist upp úr beltinu ef rútan lendir í árekstri eða veltu. Öruggara er að barnið noti einungis tveggja punkta beltið.

Í rútum sem eru með þriggja punkta belti á að festa barnið á sama hátt og það er fest í fjölskyldubílinn.

Öryggi barna í flugi

Öryggisreglur geta verið mjög mismunandi á milli flugfélaga. Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar ferðast er með börn í flugi.