Hvað á að gera við ónýtan öryggisbúnað?
Mikilvægt er að henda ekki ónýtum öryggisbúnaði í almennt sorp. Talsverð hætta er á að hann geti ratað í endursölu eða notkun. Móttökustöðvar Sorpu taka við ónýtum stólum en þeir sjá um að þeir séu eyðilagðir svo að ekki sé hætta á að þeir séu notaðir aftur.
Talsvert er um að fólk er að gefa öryggisbúnað til góðgerðarfélaga en þá er hætta á að þeir rati í notkun aftur. Oft er þessi búnaður runnin út eða er að renna út á tíma og því ónýtur.