Flestir nýrri bíla eru með öryggispúða í stýrinu og í mælaborðinu fyrir framan framsætið farþegamegin.
Einnig eru ákveðnar tegundir bíla með öryggispúða í hliðum á bílum, öryggisgardínur fyrir framan farþegasætin aftur í og öryggispúða í bílbeltum.
Öryggispúðar springa út á ofsahraða og loftið hverfur úr þeim snöggt þar á eftir. Þeir vernda farþega sem eru a.m.k. 150 cm á hæð.
Til að ná fram hámarks verndun frá púðanum þarf hann að springa út á innan við eina sekúndu, sem þýðir að hann þenst út á 256 km/klst. Þessu fylgir högg sem börn undir 150 cm á hæð þola ekki.
Mikilvægt er að kynna sér alltaf í handbók bílsins hvort og hvar er að finna öryggispúða.
Barn í framsæti
Aldrei má festa barnabílstól í framsæti þar sem er virkur öryggispúði.Barn lægra en 150 cm á hæð má aldrei sitja andspænis öryggispúða í framæti bíls hvort sem það er í bílbelti eða sérstökum öryggisbúnaði.
Aldrei má festa barnabílstól í framsæti þar sem er virkur öryggispúði
Barnabílstólar í framsæti
- Aldrei má festa framvísandi barnabílstól í framsæti.
- Bakvísandi barnabílstól má festa í framsæti ef þar er ekki virkur öryggispúði.
- Í handbók bílsins má finna ítarlegar upplýsingar um það hvar má staðsetja öryggisbúnað fyrir börn í bílum.
Er hægt að taka öryggispúða úr sambandi?
Í sumum nýlegum bílum er hægt að kveikja og slökkva á öryggispúðum. Mikilvægt er að lesa leiðbeiningar í handbók bílsins og/eða hafa samband við bílaumboðið.
Í eldri bílum er stundum hægt að taka öryggispúða úr sambandi með aðstoð fagmanna.