Unglingar á aldrinum 13-17 ára slasast oftar en einstaklingar í öðrum aldurshópum.
Unglingar upplifa sig sem sjálfstæða einstaklinga sem geta ráðið við hvað sem er. Þeir eiga alla framtíðina fyrir sér og upplifa sig oft ódauðlega. Á sama tíma slaka foreldrar oft á öryggiskröfum og treysta því að unglingar kunni að forðast hættur.
Hins vegar eru unglingar oft mjög hvatvísir og taka skyndi-ákvarðanir án þess að huga að öryggi sínu eða annarra. Oft hætta þeir að nota öryggisbúnað, s.s. reiðhjólahjálma, um leið og þau eru að taka meiri áhættur.
Frítímaslys
Flest slys hjá unglingum verða í frítíma. Mikilvægt er að allir stundi hreyfingu en á sama tíma hugi að öryggi sínu.
Lesa nánar: Frítími
Íþróttaslys
Unglingar eru sá hópur sem mest stundar félagsbundnar íþróttir. Árlega lendir fjöldi unglinga í alvarlegum íþróttaslysum, oft með varanlegum áverkum.
Lesa nánar: Frítími > Íþróttir og Frítími > Vetraíþróttir
Ungir ökumenn
Ungir ökumenn gera fleiri mistök fyrstu árin undir stýri en þeir sem reyndari eru. Við 15 ára aldur geta unglingar fengið réttindi til að aka létt bifhjóli í umferðinni og 16 ára geta þau hafið ökunám.
Áhættuhegðun
Rekja má alvarleg slys hjá unglingum til áhættuhegðunar og neyslu áfengis eða fíkniefna. Áhættuhegðun nær hámarki á aldrinum 14-16 ára.
Lesa nánar: Slysavarnir > Áhættuhegðun