Að hoppa á trampólíni er vinsæl og skemmtileg afþreying fyrir börn, sem og góð hreyfing fyrir þau. Mikilvægt er fyrir foreldra að fylgjast vel með börnum á trampólíni.
Slys á trampólínum
- Flest meiðsl gerast á trampólínum við heimahús.
- Algengustu meiðslin eru beinbrot, heilahristingur, tognun, mar, skrámur og skurðir.
- Alvarleg meiðsl á háls eða mænu geta valdið lömun.
- Flest meiðsl gerast þegar einstaklingur lendir illa, leikur brögð, dettur af eða lendir á gormum eða grind trampólínsins. Einnig geta alvarleg slys orðið þegar tveir eða fleiri skella saman.
Notkun
- Einungis eitt barn í einu má hoppa á trampólíni. Slysatölur sýna að mörg slys eiga sér stað þegar fleira en eitt barn hoppar í einu.
- Engir aukahlutir t.d. leikföng eða reiðhjólahjálmar mega vera á trampólíni.
- Kennið börnunum að nota trampólín rétt:
- Lærið að stoppa. Fjaðrið rólega 3 sinnum, beygið hnén og þið stoppið. Hoppið kröftugt, beygið hnén og þið stoppið.
- Hoppið í miðjunni, eitt barn í einu, ekki hoppa af.
- Hafið hendur alltaf fyrir framan líkamann þegar þið hoppið.
- Þegar þið setjist niður þá fara hendur niður á trampólínið hjá mjöðmunum eða miðjum lærum en EKKI fyrir aftan líkama.
- Mikilvægt er að fullorðnir meta færni barnanna og fylgist þeim með þegar þau eru á trampólíni.
- Forðist að hoppa á trampólíni þegar það er blautt.
Samsetning og viðhald
- Lesið leiðbeiningar vandlega og setjið trampólín saman í samræmi við þær.
- Hafðu samband við seljanda ef þú ert í vafa um hvernig eigi að skilja leiðbeiningar um samsetningu og viðhald.
- Prófið trampólín áður en notkun þess hefst. Tryggið að festingar, skrúfur og hlífðarpúði séu vel fest.
- Fylgist vel með ástandi trampólíns, sinnið viðhaldi þess reglulega, herðið festingar, lagfærið hlífðardúk, kannið stífleika gorma o.þ.h.
Staðsetning
- Hafið ávallt gott pláss í kringum og fyrir ofan trampólín.
- Staðsetjið trampólín á mjúku undirlagi, helst á svæði þar sem undirlag er dempandi (aldrei á steyptu undirlagi, malbiki eða á stétt).
- Ef hætta er á að vindur geti hreyft við trampólíni er gott að festa það niður.
- Látið ekki trampólín standa úti yfir veturinn.