Skyldubúnaður reiðhjóla

Hjólreiðamenn verða að sjást vel í umferðinni og einnig sjá vel fram fyrir sig. Ljós á reiðhjólum eru orðin margfalt betri en þau voru áður og rafhlöðurnar eru minni og léttari. Auk ljósa og glitauga, er sjálfsagt að hjólreiðamenn sé með endurskinsmerki.

Skyldubúnaður reiðhjóla er eftirfarandi:

  • Reiðhjólahjálmur
  • Bremsur á fram- og afturhjóli
  • Bjalla (ekki má nota annan hljóðmerkjabúnað)
  • Hvítt eða gult ljós að framan ef hjólað er í myrkri
  • Rautt ljós að aftan ef hjólað er í myrkri
  • Þrístrend glitaugu, rautt að aftan og hvítt að framan
  • Keðjuhlíf
  • Teinaglit
  • Glitaugu á fótstigum
  • Lás

hjol_skyldubunadur