Viðhald og geymsla reiðhjóla

Ef reiðhjólið á að endast og vera öruggt, þarf við að hugsa vel um það.

Viðhald reiðhjóla

Það helsta sem við þurfum að hugsa um er m.a.:

  • smyrja slitfleti
  • hafa hæfilegt loft í dekkjum
  • láta skipta um dekk ef það er orðið slitið
  • viðhalda ljósabúnaði
  • fylgjast með bremsum
  • herða lausar skrúfur og bolta
  • þrífa og bóna hjólið

Geymsla reiðhjóla

Ekki má skilja reiðhjól eftir á almannafæri nema því sé læst. Það má heldur ekki valda öðrum vegfarendum hættu. Munum að ólæst hjól er einnig ótryggt.

Geymið stellnúmer hjólsins á aðgengilegum stað. Það er skráð á grind hjólsins.