Ungt barn í baði

Ungt barn getur drukknað í baði á augnabliki. Aldrei má skilja barn eftir í baði án eftirlits fullorðins.

Öryggisatriði

  • Undirbúningur. Áður en barnið er sett í baðið skal taka saman allt sem til þarf s.s. leikföng, sápu og handklæði.
  • Eftirlit. Víkið aldrei frá barni í baði, ekki eitt augnablik.
  • Ábyrgð. Treystið aldrei barni undir 12 ára aldri til þess að gæta kornabarns í baði. Þau hafa ekki þroska til að bera þá ábyrgð.
  • Baðsæti. Munið að baðsæti eru ekki öryggisbúnaður og ekki má byrja að nota þau fyrr en barnið hefur náð 6 mánaða aldri.
  • Frágangur. Tæmið vatnið úr baðinu strax að loknu baði.