Til að foreldrar geti fyrirbyggt slysin er nauðsynlegt að hafa innsýn í þroskastig barnsins. Á aldrinum 6-12 ára byrja sum börn að reyna að heilla vini sína með því að gera eitthvað sem leiðir af sér óþarfa áhættu (áhættuhegðun).
6 ára
Að byrja í skóla er stór áfangi í lífi barns og foreldra þess. Allt í einu er litla barnið orðið svo stórt. Þrátt fyrir meiri þroska til að meta umhverfið þarf stöðugt að minna barnið á öryggi þess og annarra. Þau eiga erfitt með að nýta þekkingu sína í nýjum aðstæðum.
Þroskastig |
Öryggisatriði |
- Er forvitið og sífellt í leit að ævintýrum.
- Missir auðveldlega athyglina.
- Getur ekki lagt rétt mat á fjarlægð og hraða bíla.
- Heyrir ekki hvaðan hljóð kemur.
- Sér ekki alltaf fyrir afleiðingar gjörða sinna.
|
-
Börn í umferðinni. Fylgist vel með barninu nærri umferð. Verið góð fyrirmynd með því að nota gönguljós þegar farið er yfir götu, þegar það er mögulegt.
-
Reiðhjól. Hafðu eftirlit með barninu þegar það hjólar. Það þarf að nota hjálm og hjóla á hjólastíg eða á lokuðu leiksvæði.
-
Barnabílstólar. Barnið þarf að nota sessu með baki í bílnum.
|
9 ára
Þroskastig |
Öryggisatriði |
- Áttar sig betur á umferðinni og á auðveldara með að leggja mat á hana.
- Almennt ábyrgara, en þarf þó stöðuga tilsögn og eftirlit.
- Getur verið áhrifagjarnt og látið vinina plata sig út í eitthvað sem ekki er skynsamlegt.
|
-
Börn í umferðinni. Leyfið barninu að fara eitt yfir rólegar götur en fylgist með þeim við að fara yfir umferðarþungar götur.
-
Frítími. Þar sem þessi aldurshópur er farin að leika sér meira utan heimils er mikilvægt að vita hvar börnin eru og hvað þau eru að taka sér fyrir hendur þar sem þau eiga enn erfitt að meta kringumstæður.
-
Reiðhjól. Brýnið enn og aftur fyrir barninu hversu mikilvægt það er fyrir það að nota hjólreiðahjálm.
-
Barnabílstólar. Barnið þarf að nota sessu með baki í bílnum ef það hefur ekki náð 36 kg.
|
12 ára
Breytingin frá barnæsku yfir í unglingsár getur verið spennandi. Eldri börn og táningar taka oftar óþarfa áhættur og verða auðveldlega fyrir áhrifum frá vinum sínum. Áhugi þeirra og orka beinist oft að íþróttum og öðrum tómstundum eins og hjólreiðum, línuskautum og keppnisíþróttum. Íþróttameiðsl eru algeng í þessum hópi, stundum vegna skorts á öryggisbúnaði, eins og hjólreiðahjálmi.
Þroskastig |
Öryggisatriði |
-
Reynir að standa fast á sínu og vera sjálfstæðara.
-
Er líkamlega sterkara og hreyfingar þess eru samhæfðari.
-
Hefur góðan/betri skilning á afleiðingum gjörða sinna.
|
-
Bretti, skautar og hlaupahjól.. Barnið þarf að vera með hjálm og hlífar á olnbogum, úlnliðum og hnjám þegar það er á línuskautum, hlaupahjóli eða hjólabretti.
-
Bruni. Kennið barninu að meðhöndla eldfæri og fylgist með því t.d. að kveikja á grillinu.
-
Frítími. Hvetjið barnið til að gera upphitunaræfingar fyrir æfingar og teygjur eftir þær til að minnka líkurnar á íþróttameiðslum.
-
Barnabílstólar. Þegar barn er orðið 12 ára eða 36 kg getur það farið að nota 3-punkta öryggisbelti í bílnum í stað sessu með baki.
|