Til þess að foreldrar geti fyrirbyggt slys er nauðsynlegt að þau hafi innsýn í þroska og getu barnsins.
Börn þroskast á mismunandi hraða . Með því að vera meðvitaður um getu barns síns geta foreldrar verið skrefi á undan í slysavörnum, t.d. með því að setja hlið fyrir stigann áður en barnið fer að hreyfa sig úr stað. Fyrsta ár barnsins einkennist af hröðum vexti og þroska þess. Einnig verða miklar breytingar í lífi foreldranna sem þurfa að sífellt að vera til taks fyrir barnið. Fyrstu árin kannar barnið umhverfið, lærir nýja hluti, kynnist vinum sínum og fleira. Yngri börn eru í meiri hættu á að slasa sig vegna smæðar sinnar og skorts á þroska til að sjá og meta hætturnar. Ævintýraþráin getur verið mikil hjá þeim og lítið þarf til að þau gleymi sér í leik.
0-3 mánaða
Þroskastig |
Öryggisatriði |
- Spriklar og byrjar að velta sér á hlið.
- Heldur höfði.
- Snýr höfði í átt að hlut og fylgir eftir með augunum.
- Snýr höfði í átt að hljóði við eyra.
- Grip þroskast. Heldur um hlut sem settur er í hönd þess.
- Grætur, hjalar og brosir.
- Regla kemst á matmálstíma og svefntíma.
|
|
3-6 mánaða
Þroskastig |
Öryggisatriði |
- Spriklar. Veltir sér yfir á maga og á bak.
- Grípur um hluti. Flytur á milli handa.
- Setur allt upp í munninn.
- Byrjar að sitja með stuðningi.
- Tyllir vel í fætur.
- Lítur í átt að hljóði.
- Gerir greinarmun á fólki sem það þekkir og ókunnugum.
- Brosir við spegilmynd sinni.
- Bablar.
- Byrjar að tyggja.
- Fyrsta tönnin birtist (getur verið fyrr eða seinna).
|
|
6-9 mánaða
Þroskastig |
Öryggisatriði |
-
Sest upp og situr óstutt.
-
Skríður. Skæruliðaskrið.
-
Getur togað sig upp til að standa. Stendur við húsgögn.
-
Segir „mama“ og „baba“.
-
Drekkur úr bolla með hjálp.
-
Týnir upp í sig t.d. brauðbita. Notar vísifingur og þumal (skæragrip).
|
-
Öryggisbúnaður. Setjið öryggishlið fyrir stigaop bæði uppi og niðri. Einnig æskilegt að vera með hlið fyrir inngang í baðherbergi, eldhús, þvottahús og fyrir arinn. Setjið öryggislæsingar í gamlar öruggar innstungur. Setjið hlífar á hvöss horn á húsgögnum.
-
Eitranir. Lyf og hreinsiefni á að geyma í læstum hirslum. Farið yfir plöntur á heimilinu en margar plöntur eru eitraðar.
-
Drukknun. Skiljið barn aldrei eftir eftirlitslaust í baðkerinu ekki eitt augnablik.
-
Barnabílstólar. Ef barnið getur ekki notað ungbarnabílstólinn lengur er æskilegt að velja barnabílstól sem getur snúið baki í akstursstefnu. Aldri má setja barna undir eins árs í framvísandi barnabílstól.
|
1 árs
Þroskastig |
Öryggisatriði |
-
Stendur upp sjálft. Tekur fyrstu skrefin.
-
Reynir að setja einn kubb ofan á annan.
-
Næstum hætt að skoða dót með munninum.
-
Drekkur sjálft úr bolla. Reynir að borða sjálft með skeið.
-
Segir nokkur orð.
-
Skilur einföld fyrirmæli.
|
-
Barnabílstólar. Veljið öryggisbúnað í bílinn sem hæfir aldri og þyngd barnsins. Hann þarf að uppfylla gildandi öryggisstaðla (ECE R44-03/04).
-
Heitir vökvar. Haldið heitum drykkjum, hraðsuðukatli og skaftpottum frá barninu.
-
Öryggisbúnaður. Setjið hlíf fyrir hellurnar á eldavélinni og á bakaraofninn. Setið öryggislæsingar á skápa og skúffur. Geymið beitta hnífa þar sem barnið nær ekki til.
-
Sólbruni. Verndið barnið fyrir sólinni. Húð barna er þynnri og viðkvæmari en fullorðinna.
|
2 ára
Þroskastig |
Öryggisatriði |
-
Hleypur um og fer í stiga, eitt þrep í einu.
-
Getur gengið afturábak.
-
Snýr hnöppum og hurðarhúnum. Skrúfar lok af dósum.
-
Borðar sjálft.
-
Hjálpar til við að klæða sig. Fer í og úr buxum, sokkum og skóm.
-
Hlustar á sögur, bendir á myndir og flettir blaðsíðum.
-
Byrjar að mynda setningar.
-
Venst á koppinn.
|
-
Drukknun. Skiljið barnið aldrei eftir eftirlitslaust í baði.
-
Öryggisbúnaður. Setjið öryggisplast á gler í borðum, skápum og hurðum eða notið öryggisgler.
-
|
4 ára
Þroskastig |
Öryggisatriði |
-
Lærir að telja.
-
Segir sögur og fer í hlutverkaleiki.
-
Teiknar myndir og finnst gaman að klippa og líma.
-
Finnst skemmtilegt í fjörmiklum leikjum.
-
Getur verið glannalegt.
-
Heldur athyglinni í stuttan tíma og hefur ekkert tímaskyn.
-
Hjólar á þríhjóli.
-
Fer sjálft á klósett.
|
-
Eldur. Geymið eldfæri þar sem barnið nær ekki til.
-
-
Leiksvæði. Veljið lág leiktæki með öryggis undirlagi.
-
Slys af völdum dýra. Fylgist með barninu nálægt gæludýrum, sérstaklega hundum.
|