Fyrir nokkrum árum komu á markað hér á landi tengivagnar sem ætlaðar eru til að hjóla með börn og farangur.
Kynnið ykkur hámarksþyngd sem gefinn er upp fyrir vagninn áður en hann er notaður. Í honum mega vera tvö börn í einu og eiga þau að hafa sitt sætið hvort og vera spennt í þeim. Gott er að hafa með sér teppi og kodda fyrir börnin því þau geta fundið fyrir meiri kulda en sá sem hjólar. Á hjólunum á vagninum þurfa að vera hlífar sem koma í veg fyrir að börnin geti stungið fingrunum á milli teinanna.
Talið er öruggara að tengja vagninn við fjallahjól, frekar en við götuhjól, þar sem snertiflötur fjallahjóladekkjanna er meiri. Ekki er rétt að hjóla með tengivagna á götum heldur er æskilegra að nota hjólastíga. Best er að hjóla hægt, því ef hemla þarf skyndilega getur vagninn þrýst hjólinu áfram. Á vögnunum eiga að vera áberandi flögg eða endurskin á hjólum.
Gallar tengivagnsins eru þeir að fjarlægð frá hjólamanni til barnsins er nokkur og þess vegna getur verið erfitt að fylgjast með börnunum, vagninn getur verið þungur að hjóla með og hann er lægri en hjólið sjálft og því getur verið erfitt fyrir ökumenn og aðra að sjá hann. Einnig hefur verið nefnt að hann geti tekið á sig mikinn vind.