Sund

Sund er örugg og heilbrigð hreyfing fyrir fólk á öllum aldri. Meiðsl eru afar sjaldgæf, en álagsmeiðsl gerast helst hjá þeim sem æfa sund af kappi.

sund_myndAð synda þjálfar stoðkerfið, vöðva, sinar og liðamót, hjarta- og æðakerfi, lungu og taugakerfið.

Meiðsl

  • Helstu meiðsli sundfólks eru álagsmeiðsl, einkum á öxlum.
  • Önnur meiðsl gerast oftast vegna lélegrar tækni eða vöðva ójafnvægis.
  • Algengustu meiðsl eru tognun og liðhlaup í öxlum og bólgur í hné (vegna bringusunds).

Góð ráð

Byrjendur ættu að varast að fara of greitt. Byrja skal á stuttum vegalengdum og bæta hægt við eftir getu.

Til að fyrirbyggja meiðsl ætti sundfólk að:

  • Hita upp, teygja á og kæla niður með sérstaklega áherslu á axlir og hné.
  • Stunda aðra hreyfingu, t.d. að ganga, hjóla eða gera styrktaræfingar.
  • Hætta að synda ef hann/hún finnur fyrir sársauka. Sársauki er skilaboð frá líkamanum um að hann þoli ekki álagið.

Rannsóknir sýna að styrktaræfingar sem reyna á bak, kvið og stærstu liðamót líkamans minnka líkur á meiðslum í sundi.

Heitir Pottar

Varast skal að fara beint í heitasta pottinn, sérstaklega ef viðkomandi er með háan blóðþrýsting eða er að taka inn blóðþrýstings lyf. Einnig þarf að standa varlega upp úr heitum pottum því fólki getur svimað eða fallið í yfirlið.