Stunguóhöpp og köfnun

Stunguóhöpp

Fíkniefnaneytendur sem sprauta sig í æð henda oft nálum og sprautum á víðavangi, t.d. á leikvöllum, göngustígum og í almenningsgörðum. Hættan á að börn sem óvart stinga sig á notaðri nál smitist af blóðsmitandi veirum, t.d. alnæmisveiru eða lifrarbólguveiru er sem betur fer ákaflega lítil. Stungur geta samt valdið óþægindum einsog sviða og oft fylgja þeim miklar áhyggjur.

Góð ráð til að fyrirbyggja stunguóhapp

 • Fótbúnaður. Börn ættu aldrei að leika sér berfætt í almenningsgörðum, á leikvöllum eða annars staðar úti.
 • Fræðsla. Brýna ætti fyrir börnum að taka aldrei upp nál eða sprautu ef þau finna slíkt á víðavangi og einnig ætti að brýna fyrir þeim að segja fullorðnum frá því að þau hafi fundið slíka hluti.
 • Förgun. Ef nál og sprauta finnast á víðavangi er mikilvægt að farga þeim eins fljótt og auðið er og með öruggum hætti til þess að draga úr hættu á því að nokkur stingi sig eða fái á sig blóð.

Hvernig er best að farga sprautunál?

 1. Vertu þér út um plastílát sem er það hart að sprautunálar geti ekki stungist í gegnum það. Slík ílát eru t.d. gosflöskur.
 2. Láttu ílátið á flatt stöðugt yfirborð, eins nálægt nál og sprautu og auðið er.
 3. Reyndu ekki að setja hulsu á nálina.Taktu upp sprautuna á endanum sem er fjærst skarpa endanum og láttu hana falla í ílátið. Forðast skal að halda utan um ílátið á meðan nálin og sprautan eru látin falla í það. Lokið síðan ílátinu.
 4. Að lokum skaltu þvo hendurnar með heitu sápuvatni. Hafið síðan samband við Sorpu um endanlega förgun efnisins.

Hvað skal gera ef stunguóhapp verður?

 1. Fjarlægja skal nálina úr húð barnsins.
 2. Þrýsta skal hæfilega á sárið til að fá það til að blæða.
 3. Þvo svæðið með volgu sápuvatni.
 4. Setja sótthreinsandi efni á það og síðan plástur.
 5. Fara með barnið strax á heilsugæslustöð eða á bráðavakt spítala til að fá ráðgjöf.

Smáhlutir og sælgæti geta valdið köfnun

Smelltu hér til að sjá bækling um efnið á vef heilsugæslunnar.