Slys
Stangveiðar er vinsæl og skemmtileg útivist með litla slysatíðni.
Algengustu slys í veiðum eru minniháttar skurðir, fall og álagsmeiðsl. Krókar og veiðistangir geta verið varasamir ef fólk meðhöndlar þau ekki varlega.
- Ein mesta hættan er þegar veiðimaður rennur til í vatni eða læk og lendir með höfuðið á steini. Það getur orsakað alvarlegra höfuðáverka og jafnvel drukknun.
Góð ráð
Til að fyrirbyggja slys ættu veiðimenn að:
- Aldrei veiða einsamir.
- Láta vita af ferðum sínum.
- Fylgjast vel með veðurspám.
- Kanna vel aðstæður áður en vaðið er út í.
- Halda „öxl í öxl“ ef vaða þarf yfir erfið svæði. Nota vaðstaf ef ein/einn á ferð.
- Standa a.m.k. 4 metra frá þegar einhver kastar veiðistöng.
- Athuga að engin standi of nálægt þegar hann/hún kastar veiðistöng.
Fatnaður og öryggisbúnaður
- Stamir skór til að renna ekki til á sleipum vatnsbotni eða skera sig á hvössum steinum.
- Fatnaður eftir veðri og aðstæðum. Betra er að vera í mörgum þunnum lögum en þykkum peysum sem verða þungar er þær blotna.
- Vöðlur með vöðlubelti
- Gleraugu og hatt eða derhúfu
- Samskiptabúnaður, s.s. farsími eða talstöð
- Sjúkrakassi
- Töng til að losa flugu, öngul.
Börn við veiðar
- Ef börn eru við veiðar hafið þau alltaf í augsýn.
- Látið börnin vera með gleraugu og í björgunarvesti.
- Kennið þeim að umgangast ár og vötn en fylgist alltaf með þeim.
Veiðar í bát
- Yfirfarið bátinn áður en haldið er af stað.
- Verið í björgunarvesti.
- Tryggið að mótor sé í lagi og nægt eldsneyti fyrir ferðina