Snjósleðar og þotur

Fylgjast þarf vel með því að börn leiki sér á öruggan hátt í snjó. Útskýra þarf fyrir börnum hvar hætturnar leynast og benda á örugg leiksvæði.

  • sledi_myndHljóðmanir við umferðagötur, brekkur sem liggja að götum og umferðagötur eru ekki leiksvæði.
  • Slöngudráttur og sleðabrun við götur eru ekki örugg skemmtun.
  • Snjóruðningar eftir mokstur á götum geta verið freistandi leiksvæði til að grafa sig í og búa til snjóhús. Þau eru hins vegar ekki örugg því þakið getur hrunið yfir barnið og það kafnað. Benda þarf börnum á að nota heldur ekki skafla til að renna sér á sleðum þar sem þeir liggja oftast nálægt götum og börnin geta runnið stjórnlaust í veg fyrir bíla.
  • Ekki leyfa börnum að nota bíla, mótorhjól eða önnur ökutæki til að draga sig á þotum, sleðum eða slöngum eftir götum.

Að velja sleða og þotur

Til eru snjóþotur af mismunandi stærðum og gerðum. Veljið sleða og þotur sem henta aldri og þroska barnsins. Þau verða að geta haldið jafnvægi og ráða vel við að stöðva.

  • Ungbarnasleðar. Snjósleðar til að draga lítil börn á eru oftast þannig að barnið getur setið með góðan bakstuðning og beinar fætur.
  • Snjóþotur. Snjóþotur til að renna sér á verða að vera þannig að barnið sitji með bogin hné sem dregur úr líkum á lær- og fótbroti ef það rennur sér á eitthvað.
  • Stýrisleðar. Sleðar með stýri eru vinsælir hjá eldri börnum. Börn geta byrjað að nota þá um 5 ára aldur því þá ráða þau fyrst við að stýra sleðanum og hemla eða varna við árekstri.
  • Þoturassar og sessur úr plasti eru vinsælar sérstaklega hjá litlum börnum og mikilvægt er að þeim sé kennt að nota þennan búnað rétt og séu undir eftirliti.

Ekki er mælt með því að börn renni sér á uppblásnum dekkjaslöngum. Alvarleg slys hafa orðið þegar börn hafa rennt sér yfir ójöfnur og hryggbrotnað þar sem að þau sátu í gatinu. Börnin hafa enga stjórn á hvert þau renna þegar að þau renna sér á slöngum.

Hjálmar

Mikilvægt er að börn noti hjálm þegar þau renna sér á sleða. Best er fyrir þau að nota reiðhjólahjálm eða ísknattleikshjálm