Snjóflóðahætta

Almennt er ekki mælt með að renna sér á skíðum, brettum eða að fara á vélsleða utan brauta nema að þekkja aðstæður vel og vera með sérstakan öryggisbúnað sem auðveldar leit og björgun úr snjóflóðum.

Mikilvægt er að láta vita af ferðum sínum og hvenær er von á heimferð. Ekki skal bregða frá þessari áætlun án þess að láta einhvern vita.

Öryggisbúnaður

Þessi fjögur öryggistæki – sem geta skipt sköpum – eru létt og meðfærileg og komast vel fyrir í bakpoka:

  • Staðsetningartæki
    Þetta tæki gefur frá sér merki um staðsetningu og tekur á móti slíkum merkjum. Það getur því skipt sköpum að hafa þetta tæki á sér því það sparar mikinn tíma við leit. Til eru nokkrar gerðir af þessum tækjum.
  • Stikur til að mæla dýpt
    Þessar stikur eru nauðsynlegar til að staðsetja mann í snjóflóði.
  • Skófla til að moka mann úr snjóflóði
  • Samskiptabúnaður, s.s. farsíma eða talstöð