Snjóbretti njóta vaxandi vinsælda enda skemmtileg vetraríþrótt. Til að njóta brettaiðkunar þarf að huga vel að öllum öryggisþáttum og fá aðstoð hjá fagfólki þegar búnaður er valinn.
Bretti eru mismunandi eftir því til hvers á að nota þau. Sum eru fyrir stökk og önnur til að renna sér. Rangur búnaður sem passar notandanum illa getur verið slysagildra.
Margir áverkar brettafólks verða við árekstur eða fall. Árekstur brettara við hvorn annan eru nokkuð algengir. Mikilvægt er að fylgja vel þeim reglum sem gilda um umferð í brekkunum. Einnig verður að hafa augun vel opin fyrir annarri umferð.
Meiðsl
- Alvarlegustu snjóbretta slys hér á landi eru hryggbrot vegna falls.
- Önnur algeng meiðsl eru beinbrot, liðhlaup, tognun, og höfuðáverkar.
- Flest meiðslin eru á handleggjum, úlnlið, höfði, hálsi, hné fótleggi, öxlum og búk. Reyndir brettara sem klæðast mjúkum brettaskóm slasast einnig á ökklum.
- Börn og unglingar slasast helst á neðri líkama en fullorðnir á efri líkama.
- Flestir sem slasast eru byrjendur.
Góð ráð
Allir byrjendur á snjóbrettum ættu að sækja námskeið til að læra rétta tækni, reglur og hvernig sé best að detta. Til að frekar fyrirbyggja meiðsl ættu allir á snjóbrettum að:
- Hita upp, teygja á og kæla niður. Ekki hita upp á snjóbrettinu. Kælið niður í 10-15 mínútur.
- Vera í góðu líkamlegu formi – æfa þol, styrk, jafnvægi, samhæfingu og liðleika.
- Fá aðstoð fagmanns við val á búnaði við hæfi.
- Nota hjálm og úlnliðshlífar. Velja þarf hjálm sem er sérgerður fyrir brettara og eru sterkbyggðari í hliðunum þar sem algengast er að fá höfuðáverka. Úlnliðshlífar fyrir línuskauta eða hjólabretti duga vel fyrir snjóbretti og hægt er að nota þær undir eða utan yfir hanska eða vettlinga.
- Festa snjóbrettið við sig með ól eða teygju til að koma í veg fyrir slys á öðrum á svæðinu.
- Nota skíðagleraugu til að koma í veg fyrir snjóblindu og sólarvörn. Endurvarp sólargeisla af snjó er sterkt jafnvel þó það sé skýjað.
- Fara í brekkur sem hæfa getu þess og eru afmarkaðar fyrir brettafólk.
- Fylgjast vel með veðurspám fyrir skíðasvæðið og vera búin undir veðurbreytingar sem geta gerst mjög hratt.
- Láta vita af ferðum sínum.