Skotveiði

Alvarlegustu slysahættur í skotveiðum eru að verða fyrir voðaskoti eða týnast og deyja úr vosbúð.

Á liðnum árum hefur eitt barn slasast alvarlega og annað látið eftir að þau voru að fikta með skotvopn. Einnig hafa börn hlotið alvarlegan augnskaða, jafnvel misst sjónina, við að fá skot úr loftriffli í augað þrátt fyrir að þær séu ekki leyfðar hér á landi.

Góð ráð

Til að fyrirbyggja slys ættu skotveiðimenn að:

  • Aldrei veiða einsamir en heldur ekki í miklu margmenni þar sem skothríð getur verið mikil og úr öllum áttum.
  • Láta vita af ferðum sínum.
  • Fylgjast vel með veðurspám.
  • Fylgja leiðbeiningar um öryggisreglur sem kenndar eru á skotveiða námskeiðum Umhverfistofnunar.
  • Opna byssulásinn og afhlaða byssuna þegar farið er yfir skurði, klifrað upp kletta eða klöngrast yfir urð og móa.
  • Halda á byssum þannig að hlaupin stefni aldrei að samferðarmönnum ef menn hrasa og detta.

Klæða sig í áberandi fatnað í þeim tilfellum sem slíkt fælir ekki bráðina, t.d. við rjúpnaveiðar.

Búnaður

  • Samskiptabúnaður, s.s. farsími eða talstöð
  • GPS
  • Sjúkrakassi

Geymsla skotvopna

Samkvæmt íslenskum lögum ber eigandi skotvopna ábyrgð á vörslu þeirra til þess að óviðkomandi aðili, þ.m.t. börn, nái ekki til þeirra. Geyma skal skotvopn og skotfæri í aðskildum og læstum hirslum.

Börn og skotveiði

Börnum og unglingum undir 20 ára aldrei er ekki heimilt að handfjatla skotvopn.