Skíði er stunduð af fólki á öllum aldri og getu. Íþróttin er líkamlega krefjandi og þarfnast styrk, liðleika, þol og snögg viðbrögð. Iðkandinn sjálfur, búnaður hans og umhverfið eiga öll hlut í að fyrirbyggja slys.
Meiðsl
- Flestir sem slasast á skíðum eru karlmenn á aldrinum 10-19 ára.
- Óreynt skíðafólk meiðist oftar en þeir sem reyndir eru.
- Langflest meiðsla orsakast af falli (yfir 70%) og þar næst árekstur við aðra (u.þ.b 20%).
- Algengustu meiðslin eru beinbrot, liðhlaup, tognun og höfuðáverkar.
- Um þriðjungur meiðsla eru á hnjám og neðri fótlegg.
Gönguskíði
Slys á gönguskíðum er ekki eins algeng né eins alvarleg og á skíðum, en mikilvægt er samt að hafa öryggi í huga. Algengustu meiðslin á gönguskíðum eru tognun, beinbrot og mar. Einnig er hætta á álagsmeiðslum og kuli. Flest meiðsli eru á hné, handlegg, úlnlið eða ökkla.
Góð ráð
Allir byrjendur á skíðum ættu að sækja námskeið til að læra rétta tækni og reglur. Þar að auki, ættu allir sem æfa eða fara á skíði að:
- Vera í góðu líkamlegu formi – æfa þol, styrk, jafnvægi, samhæfingu og liðleika.
- Hita upp, teygja á og kæla niður. Ekki hita upp á skíðunum. Kælið niður í 10-15 mínútur.
- Fá aðstoð fagmanns við val á skíðabúnaði við hæfi.
- Fara vel með skíðabúnað og láta yfirfara þau reglulega, sérstaklega skíðabindingar. Hægt er að gera það á sölustöðum.
- Nota skíðagleraugu til að koma í veg fyrir snjóblindu og sólarvörn. Endurvarp sólargeisla af snjó er sterkt jafnvel þó það sé skýjað.
- Fylgja skíðabrautum sem hæfa getu þess og ekki fara út fyrir skíðasvæðið.Ef skíðað er utan brauta skal kynna sér vel aðstæður, s.s hvort hætta er á snjóflóði. Snjóflóða ýla er handhægt tæki sem getur skipt sköpum.
- Fylgjast vel með veðurspám fyrir skíðasvæðið og vera búin undir veðurbreytingar sem geta gerst mjög hratt.
- Láta vita af ferðum sínum.
Öryggisatriði fyrir börn
- Börn skulu alltaf vera á skíðum í fylgd með fullorðnum.
- Hjálmar geta komið í veg fyrir alvarlega höfuðáverka og ættu öll börn á skíðum að nota skíðahjálm. Hjálmurinn þarf að passa vel og vera með gat yfir eyranu svo að barnið heyri vel. Reiðhjólahjálmar vernda ekki hnakkann eins vel og skíðahjálmar og henta því ekki eins vel fyrir skíðin.
- Kennið börnum að fara örugglega í og úr skíðalyftum.