„Sænski stóllinn“ er tegund af barnabílstólum sem eru hannaðir til að uppfylla strangar öryggiskröfur í Svíþjóð. Um er að ræða bakvísandi barnabílstóla fyrir börn alveg upp í 25 kg.
Þessir barnabílstólar bera sérstaka „Plus Test“ viðurkenningu (áður „T“ viðurkenningu) og þurfa að standast próf í háls- og höfuðvörn.
Í rannsóknum sem gerðar hafa verið víða í Evrópu kemur í ljós að yngstu börnin í Svíþjóð sem lenda í árekstrum sleppa nánast óslösuð sökum þess að þau snúa baki í akstursstefnu lengur en börn í öðrum Evrópulöndum.
Hægt er að kaupa þennan búnað hér á landi eða fá hann leigðan