Plöntur

Börn deyja sjaldan af því að borða eitraðar jurtir þar sem þær eru beiskar á bragðið og valda miklum óþægindum í munninum. Barnið spýtir þeim út úr sér en getur samt orðið fyrir minniháttar eitrunum.

Góð ráð

  • Plöntur á heimilinu. Kynnið ykkur hvort plöntur á heimilinu og í garðinum séu eitraðar. Jafnvel þó plönturnar séu ekki eitraðar getur moldin og annað frá þeim innihaldið efni sem geta verið eitruð. Hafið því plöntur innan heimilisins þar sem börn ná ekki í þær.
  • Fræðsla. Kennið börnunum, sérstaklega þeim yngri, að ekki eigi að snerta né borða plöntur.
  • Eftirlit. Fylgist vel með börnunum að leik úti í garðinum.