Leikföng

LeikföngKaupendur leikfanga verða að velja leikföng sem hæfa aldri og þroska barna. Þeir verða að skoða viðvörunarmerkingar vel og lesa og fara eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja leikfanginu.

Einnig er mikilvægt að kenna eldri börnum að halda dótinu sínu frá yngri systkinum sínum.

CE Merkingar

0-5_ceLeikföng sem ætluð eru börnum yngri en 14 ára eiga að vera CE-merkt. Merkið er ekki öryggis- eða gæðastimpill heldur til staðfestingar á því að leikfangið uppfylli allar skilgreindar kröfur sem gerðar eru til framleiðslunnar.

 

Leikföng fyrir 6-8 ára

Veljið leikföng eftir aldri, þroska og færni barnsins. Vinsæl og góð leikföng fyrir börn á aldrinum 6-8 ára eru m.a.:

  • Byggingarleikföng, kubbar og mekkanó.
  • Borðspil og púsluspil.
  • Bækur.
  • Línuskautar, hlaupahjól o.þ.h. Mikilvægt er að barnið noti hlífar og hjálm.
  • Föndur- og vísindadót sem ekki eru með hættulegum efnum.

Forðist að kaupa efnafræðisett og önnur leikföng sem efni fylgja.

Leikföng fyrir 8-12 ára

Börn á aldrinum 8-12 ráða við flest leikföng og eru myndavélar og rafmagnsmódel sérstaklega vinsæl og þroskandi. Forðist framköllunarsett og módel sem þarf að setja á eldsneyti.