Körfubolti

Körfubolti er spennandi íþrótt á miklum hraða og oft með harkalegum árekstrum við mótherja sem getur auðveldlega leitt til meiðsla.

Meiðsl

 • korfubolti_myndAlgengustu orsök meiðsla eru þegar leikmaður fellur, rekst á annan leikmann, lendir illa eftir stökk, breytir snögglega um stefnu eða fær boltann í sig.
 • Flest meiðsl eru á neðri líkama, helst tognun á ökkla. Einnig er algengt að meiðast á hendi, fingrum, höfði, andliti og tönnum.
 • Hnémeiðsl þurfa langan endurhæfingartíma og taka mesta tíma frá æfingum og leikjum.
 • Fleiri konur meiðast á hnjám en karlar.
 • Álagsmeiðsli er algeng meðal efri flokka vegna langvarandi álags á líkama leikmannsins.

Þættir sem auka líkur á meiðslum

Nokkrir þættir auka líkur á meiðslum í körfubolta, m.a.:

 • Fyrri meiðsl
 • Óviðunandi endurhæfing eftir fyrri meiðsl
 • Aldur leikmanns
 • Ofreynsla
 • Of lítil eða slæm þjálfun
 • Léleg tækni
 • Slæmt ástand leikvallar (s.s. bleyta á golfi)
 • Öryggisbúnaður ekki notaður
 • Brot í leik

Góð ráð

Til að fyrirbyggja meiðsl ættu leikmenn alltaf að:

 • Hita upp, teygja á og kæla niður.
 • Æfa vel fyrir keppnir.
 • Vera í góðu líkamlegu formi – æfa þol, styrk, jafnvægi, samhæfingu og liðleika.
 • Þekkja reglur vel og spila heiðarlega.

Umhverfið og búnaður

 • Viðhaldið leikvellinum og hreinsið burt bleytu, steina, og aðrar hættur.
 • Festið körfuboltanet tryggilega niður.
 • Notið rétta stærð af bolta fyrir hvern aldurshóp.

Öryggisbúnaður

 • Tannhlíf
 • Ökkla plástrun („teipun“)
 • Góðir skór sem eru hannaðir fyrir körfuboltaleik. Athuga þarf hvaða skór henta í íþróttahúsum sem eru með fjölnotagólf.