Að róa kanó og kajak er erfiðara en það sýnist. Það þarf sterka líkamsbyggingu, þol og þjálfun í að stjórna bátnum og halda jafnvægi.
Allir á kanó og kajak lenda í að hvolfa bátnum og er því mikilvægt að klæðast björgunarvesti. Bátar hvolfa jafn oft á sléttu og ósléttu vatni, en of oft gerist það þegar veiðistöng er köstuð, einstaklingur teygir sig eftir einhverju í vatninu, við fíflaskap eða þegar staðið er upp í bátnum. Þeir sem róa kanó og kajak þurfa að vera viðbúnir því að hvolfa, hvernig skal bregðast við og komast aftur í bátinn.
Slys á kanó og kajak
Helstu hættur á kanó og kajak eru að hvolfa bátnum, ofkæling, árekstur við steina undir yfirborð vatnsins og meiðsl við að róa, s.s. axla og úlnliðs meiðsl og liðhlaup.
Góð ráð
Til að fyrirbyggja slys á kanó eða kajak skal:
- Aldrei að fara á kanó eða kajak einn.
- Alltaf vera í björgunarvesti.
- Klæða sig eftir veðri og aðstæðum. Taka skal tillit til þess að börn ofkælast hraðar en fullorðnir. Gott er að nota hanska til að koma í veg fyrir blöðrur.
- Æfa að hvolfa bátnum.
- Aldrei fara frá bátnum. Ef báturinn hvolfir skal snúa honum rétt við, halda í hann og bíða eftir aðstoð. Ef aðstoð er ekki væntanleg, skal halda í bátinn með annarri hendinni og synda með hinni að næsta bakka.
- Aldrei festa sig eða barn með líflínu við bátinn.
- Láta vita af ferðum sínum og fylgjast með veðurspám.
Börn í kajak
Börn sem eru léttari en 45 kg ættu ekki að vera í tvöföldum kajak (tandem). Þau þurfa að vera í þreföldum kajak með tveimur fullorðnum.