ISOFIX festingar

ISOFIX þýðir „International Organisation for Standardisation FIX“ og er alþjóðlegur staðall fyrir festingar á barnabílstólum. Með ISOFIX festingum er hægt að festa bílstóla á öruggan, fljótan og einfaldan hátt í stað þess að festa hann með sætisbeltum.

Hefur þú kannað hvort bíllinn þinn er útbúinn ISOFIX-lykkjum? Allir bílar sem framleiddir hafa verið síðan í febrúar 2006 verða að vera með ISOFIX-festingum fyrir barnabílstóla. Reglur á vegum EES gera kröfu um að ISOFIX sé komið í alla bíla frá og með 2011.

Flestir framleiðendur barnabílstóla hafa nú sett á markað öryggisbúnaði með ISOFIX-festingum.

ISOFIX festingar

  1. ISOFIX-krækja á barnabílstól.
  2. ISOFIX-hnappur fyrir krækju á barnabílstól. Notaður til að smella krækjunni inn undir stólinn eða út þegar festa á stólinn í bílinn.
  3. ISOFIX-leiðari í bílnum. Op milli sætis og baks fyrir krækjuna.
  4. ISOFIX-lykkja í bílnum þar sem krækjan er fest í.

ISOFIX skapar mun traustari festingu á barnabílstólnum við bílinn þannig að í árekstri verður minni hreyfing á barninu sem eykur öryggi þess.