Hoppukastalar

Hægt er að koma í veg fyrir flest slys í hoppuköstulum með því að hafa eftirlit með börnunum og fylgja eftir reglum.

Slys í hoppuköstulum

 • Algengustu meiðsl eru beinbrot, skurðir, höfuðáverkar og tognun.
 • Flest börn slasast þegar þau detta úr kastalanum, rekast á önnur börn eða lenda illa eftir hopp.

Notkun

 • Passið að börn fari ekki í kollhnís, klifri ekki upp veggi kastalans eða séu með annan fíflaskap.
 • Öruggast er að börn fari úr skóm.
 • Ekki má taka mat, sælgæti eða drykki með sér það getur orsakað köfnun ef börn eru að hoppa með munninn fullann.
 • Passið að börn fikti ekki í rafmagnsbúnaði kastalans og að hann sé ekki of nálagt kastalanum þannig að barna geti lent á honum þegar að það hoppar.
 • Ekki nota kastala sem leka, þ.a.s. kastalar sem eru farnir að linast upp.

Öryggisatriði

Áður en þú hleypir barninu þínu í hoppukastala, skalt þú taka nokkrar mínútur til að athuga eftirfarandi:

 • Er kastalinn festur tryggilega niður? Mikilvægt er að nota traustar jarðfestingar ef hann stendur á grasi eða venjulegum jarðvegi. Ef kastalinn er á malbiki eða hellum þarf að festa hann niður með steypuklossum. Gætið þess að festingar séu ekki alveg upp við kastalann sjálfan. Alvarleg slys hafa orðið þegar að börn hafa lent á festingum.
 • Hver eru aldurs- og stærðar takmörk kastalans? Mikilvægt er að hleypa ekki of litlum börnum í kastalann því þau eiga oft erfiðara með að halda jafnvægi og geta troðist undir. Flestir hoppukastalar eru ekki gerðir fyrir börn yngri en 3 ára né eldri en 12-14 ára. Mikilvægt er að blanda ekki yngstubörnunum saman við eldribörnin.
 • Eru mjúkar mottur á jörðinni fyrir framan opið á kastalanum? 
 • Hefur a.m.k. ein manneskja eftirlit með börnunum í kastalanum? Sú manneskja þarf að hafa óskerta athygli með börnunum og getur ekki unnið önnuð verk, s.s. að taka við greiðslum að hafa eftirlit með öðrum tækjum.
 • Eru of mörg börn í kastalanum? Ef börnin eru ítrekað að rekast á hvert annað, er líklegt að leiðbeiningar um hámarks fjöldi barna sé ekki virt.
 • Eru börnin í kastalanum á mismunandi aldri og stærð? Ef mikil aðsókn er í kastalann, er best að hópa börn saman eftir aldri/stærð til þess að stór og þung börn lendi ekki í harkalegum árekstrum við lítil börn.
 • Er börnunum leiðbeint að fjarlægja skófatnað, skartgripi, belti og annan fatnað sem getur slasað þau eða aðra?
 • Eru veðuraðstæður góðar? Ekki má nota hoppukastala í miklum vindi eða rigningu.
  Þegar að kastalar eru teknir á leigu á að fylgja með þeim skriflegar leiðbeiningar um örugga notkun þeirra.