Hjólað í umferðinni

hjolad_merki_myndBörn undir 12 ára aldri ættu ekki að hjóla á umferðargötum. Eldri hjólreiðamenn mega hjóla hægra, eða sömu megin og bílarnir. Varast skal að hjóla of nálægt kyrrstæðum bílum, því hugsanlega gæti hurð verið opnuð í veg fyrir hjólið. Það má eingöngu vera á vinstri vegarhelmingi ef hjólið er teymt.

Æskilegt er að hjóla frekar á gangstéttum og göngustígum en á götum, en þar hafa gangandi vegfarendur forgang. Hringja skal bjöllu tímanlega þegar komið er aftan að gangandi fólki. Á sambyggðum gang- og hjólastígum skal fylgja merkingum um hvoru megin eigi að hjóla.

Ef fleiri hjólreiðamenn eru saman, skal ekki að hjóla samhliða heldur í röð.

Merkjagjöf

Hjólreiðamaður þarf að gefa merki um ætlun sína í umferðinni. Aðallega er um tvenns konar merkjagjöf. Annars vegar að rétta út hendi til vinstri eða hægri ef ætlunin er að beygja. Hins vegar að setja höndina upp þegar stöðvað er. Ætlast er til að merkið sé gefið tímanlega og hafa báðar hendur á stýri á meðan beygt eða stöðvað er, svo ekki sé hætta á að hjólreiðamaðurinn missi stjórn á hjólinu.