Heimilið og umhverfi þess

Heimilið og umhverfi þess

Það er á ábyrgð foreldra að gera heimilið eins öruggt og kostur er til að koma í veg fyrir slys innan veggja þess og utan. Til eru ýmiss konar öryggisbúnaður sem gott er að nota til að minnka líkur á að börn meiði sig inni á heimilinu, en það má alls ekki treysta eingöngu á þær. Ekkert kemur í stað eftirlit.

Gardínur

GardínusnúrurRúllugardínur með keðjum eða böndum eru afar hættulegar ungum börnum. Hér á landi verða 3 slys að meðaltali þar sem litlu munar að barn hengist eftir að hafa sett gardínubandið eða keðjuna um hálsinn á sér og hoppar niður úr gluggakistunni eða dottið.

Mikilvægt er að nota öryggisbúnað sem virkar þannig að ekki er hægt fyrir börn að setja böndin eða keðjuna um hálsinn á sér.