Golf

Golf er vinsæl íþrótt bæði sem keppnisgrein og sem afþreying hjá fólki á öllum aldri. Golf æfir styrk, þol, liðleika og jafnvægi. Meiðsl eru ekki eins algeng og í öðrum íþróttagreinum, en þekkjast samt.

golf_myndFólk þarf að sýna aðgát nálægt golfvöllum hér á landi því þeir eru ekki girtir af með háum veggjum eða neti. Til eru dæmi um að fólk hefur fengið golfkúlu í sig þegar það var að ganga eða keyra framhjá golfvelli.

Meiðsl

  • Langvarandi golf spil getur leitt til vöðva ójafnvægis.
  • Flestir sem meiðast eru karlmenn á aldrinum 24-65 sem spila golf að meðaltali í 6 klst á viku, atvinnumenn og börn yngri en 10 ára.
  • Að verða fyrir golfbolta er algengasta og alvarlegasta hættan í íþróttinni. Önnur orsök meiðsla eru m.a. álag, léleg tækni, of mikill snúningur á líkama, að slá í jörðina eða aðra hluti, að verða fyrir kylfu, fall og fyrri meiðsl.
  • Algengustu meiðslin eru beinbrot, opin sár og tognun – oftast á hnjám, leggi, höfði eða andliti.
  • Álagsmeiðsl eru oftast í neðra baki, hnjám, öxlum, úlnliðum og olnbogum. Oft eru þessi meiðsl ekki alvarleg en hindra getu.
  • Meiðsl barna yngra en 10 ára eru helst á höfði eða andliti og oft alvarleg. Í þessum tilfellum eru börn oftast ekki að spila undir eftirliti fullorðna og standa of nálægt öðrum kylfingi.

Góð ráð

Til að fyrirbyggja meiðsl ættu kylfingar að:

  • Hrópa FORE ef hætta er á ferðum. Þegar kylfingi heyrir hrópað FORE skal hann beygja sig niður og hlífa höfðinu með höndunum.
  • Forðast að spila meiddir.
  • Hita upp, teygja á og kæla niður.
  • Vera í góðu líkamlegu formi – æfa þol, styrk, jafnvægi, samhæfingu og liðleika.
  • Auka hægt ákefð og lengd æfinga.
  • Standa a.m.k. 4 metra frá þegar einhver sveiflar kylfu.
  • Athuga að engin standi of nálægt þegar hann/hún sveiflar kylfu.
  • Bíða þangað til að hópurinn á undan er kominn úr færi.
  • Lyfta og bera kylfur örugglega, jafnvel í poka á hjólum.
  • Geyma kylfur þar sem börn komast ekki þær.