Fótbolti

Fótbolti er ein vinsælasta íþrótt landsins. Hann er krefjandi á líkama iðkandans sem hleypur, hoppar, snýr sér, sparkar og skallar og þar af leiðandi eru meiðsl algeng.

Meiðsl

  • fotbolti_myndMeiðsl í fótbolta eru mun líklegri til að gerast í leik en á æfingu.
  • 35% meiðsla verða þegar að leikmaður brýtur af sér í leik.
  • Flest slysin gerast þegar tveir leikmenn skella saman, leikmaður dettur og þegar leikmaður er tæklaður.
  • Algengustu fótboltameiðslin eru mar, tognun, beinbrot og liðhlaup.
  • Algengast er að slasast á neðri líkama, einkum ökkla og hné, og þar á eftir á efri líkama og á höfuði.

Þættir sem auka líkur á meiðslum

Nokkrir þættir auka líkur á meiðslum í fótbolta, m.a.:

  • Fyrri meiðsl
  • Óviðunandi endurhæfing eftir fyrri meiðsl
  • Aldur leikmanns
  • Óstöðug liðamót og verkir í liðum
  • Ofreynsla
  • Of lítil eða slæm þjálfun
  • Léleg tækni
  • Slæmt ástand leikvallar
  • Öryggisbúnaður ekki notaður
  • Brot í leik

Góð ráð

Til að fyrirbyggja meiðsl ættu leikmenn alltaf að:

  • Hita upp, teygja á og kæla niður.
  • Æfa vel fyrir keppnir.
  • Vera í góðu líkamlegu formi – æfa þol, styrk, jafnvægi, samhæfingu og liðleika.
  • Þekkja reglur vel og spila heiðarlega.

Búnaður

  • Festið mörk tryggilega niður.
  • Endurnýið bolta reglulega.
  • Notið rétta stærð af bolta fyrir hvern aldurshóp.

Öryggisbúnaður

  • Tannhlíf
  • Legghlífar
  • Ökkla plástrun („teipun“)
  • Góðir skór (s.s. takkaskór og innanhússkór)