Ferðalög á vatnssvæðum

Sólarlandaferðir og önnur ferðalög á vatnssvæði, s.s. við vatnsrennibrautagarð, stöðuvatn eða sjó, eru vinsæl meðal landsmanna. Í þessum ferðalögum er miklum tíma eytt í vatnsleikjum („water sports“), t.d. að synda, kafa, sigla, o. fl. Ferðamenn geta slasast undir þessum kringumstæðum því þeir eru bæði óvanir og á ókunnugum stað.

vatnaleikir_myndÁrlega slasast u.þ.b. 50.000 Evrópubúar í ýmsum vatnsleikjum. Drukknanir eru næst-algengasta orsök slysa og dauða hjá börnum 0-18 ára. Flestar drukknanir gerast ekki vegna tækjabilunar eða við hættulegar aðstæður, heldur vegna óviðeigandi atferlis einstaklingsins. Hægt er að koma í veg fyrir slík slys með skýrum reglum og eftirliti.

Slys í ferðalögum

  • Ferðamenn eru 10 sinnum líklegri til að deyja af völdum slysa en sjúkdóma. Slys orsaka um 23% dauða ferðamanna í Evrópu, en aðeins 2% ferðamanna deyja af völdum sjúkdóma.
  • Helstu orsök slysa á ferðamönnum eru fallslys og vatnaleikir, s.s. drukknanir og nær drukknanir.

Slys í vatnsleikjum

  • Sjókettir („jet ski“) – Flestir sem slasast eru byrjendur og oft börn yngri en 15 ára. Notendur eru 8,5 sinnum líklegri til að slasa sig á sjóketti en á nokkru öðru vatnstæki. Sjóköttur er eina vatnstækið þar sem helsta dauða orsök er högg frekar en drukknun.
  • Bátar – Árlega slasast fleiri en 355,000 manns í bátaslysum í frítíma, það eru fleiri en slasast í flugslysum. Áætlað er að hægt væri að koma í veg fyrir 85% banaslysa ef einstaklingar nota björgunarvesti.
  • Seglskútur – Algengustu orsök dauðaslysa á seglskútum er að verða fyrir seglbómu og að detta fyrir borð.
  • Kanó og kajak – Dauðaslys að völdum kanó eða kajak sem hvolfir eru jafn líkleg til að gerast á sléttu og ósléttu vatni, því er mikilvægt að vera alltaf í björgunarvesti.
  • Köfun („scuba“) – Varast skal að leyfa börnum og unglingum að kafa fyrr en þau eru andlega og líkamlega tilbúin til þess og hafa fengið góða þjálfun. Hrætt barn er líklegt til að bregðast rangt við hættu, t.d. með því að synda of hratt upp á yfirborð vatnsins. Börn sem kafa ættu að fara í stuttar ferðir því þau ofkælast hraðar en fullorðnar.
  • Sundlaugar – Um það bil 18% af slysum í sundlaugum í Evrópu gerast í eða við rennibrautar. Flest slys í rennibrautum gerast þegar einstaklingar rekast á. Næst-algengasta sundlaugarslysið (um 15%) gerast þegar einstaklingur hoppar eða stingur sér af bakkanum.

Áfengi og drukknanir

Áfengisneysla stóreykur hættuna á drukknunum og slysum í vatni, m.a. bátaslysum.

Áfengi á þátt í 30-50% drukknana á unglingum og fullorðnum. Áfengisneysla hefur einnig átt þátt í drukknunum ungbarna þar sem foreldrar hafa haft skerta athygli með barninu.