Fatnaður barna

Reimar í fatnaði

Mörg alvarleg slys á börnum hafa orðið þegar þau festu hettur eða reimar í hettum, aðallega í leikvallatækjum, með þeim afleiðingum að þau voru næstum því búin að hengja sig.

Árið 2008 var settur Evrópustaðall sem bannar reimar og önnur bönd í hettum og hálsmáli á fatnaði ætluðum börnum yngri en 7 ára.

Fatnaður 2Ef barnafatnaður er með reimum er auðveldlega hægt að fjarlægja þær og setja í staðinn eitthvað af neðantöldu til að fyrirbyggja það að börn festist með ófyrirsjáanlegum afleiðingum:

Fatnaður

Smella

Franskur
rennilás

Tala

Teygja

Það eru þó ekki einungis reimar í hettum sem skapa hættu heldur allar reimar í barnafatnaði. Reimar neðan á jakka/úlpu geta t.d. hæglega fest á milli þegar bílhurð.

Axlabönd

Axlabönd með járnspennum geta valdið alvarlegum augnáverkum hjá börnum. Það getur gerst ef börn reyna að spenna þau sjálf og spennan skýst beint í auga þeirra. Látið börn frekar taka þau niður af öxlunum heldur en að losa spennurnar. Varanlegir augnskaðar hafa einnig hlotist við það að axlaböndin hafa fest í leikvallatækjum og börn hafa losað spennuna og fengið hana af miklu afli í augað.

Pollabuxur er hægt að fá með plastspennu í stað járnspennu sem eru mun hættuminni.

Perlur, tölur og hnappar

Gætið ávallt að því að perlur, tölur, hnappar og annað þess háttar sé vel fest á föt barna. Það er alltaf hætta á að þetta losni og þá geta börn sett það upp í sig.

Skór

Botn á skóm ætti ekki að vera úr plasti, heldur úr gúmmí. Ástæðan er sú að í frosti getur plastið orðið eins og gler og því mjög hált. Hægt er að rekja nokkur lærbrot hjá börnum til lélegs botns á skófatnaði.

Tengdir hlekkir

Endurskinsmerki

Vefur Neytendastofu