Eldvarnir á hótelum

Eldur kviknar oft á nóttinni þegar fólk er sofandi eða jafnvel undir áhrifum áfengis. Vertu vel undirbúin svo að þú getir brugðist fljótt og rétt við.

  • Hafðu með þér færanlega reykskynjara.
  • Kannaðu allar útgönguleiðir á hótelinu ef eldur skyldi koma upp.
  • Kynntu þér eldvarnaáætlun hótelsins.
  • Aldrei reykja í rúminu.

Ef eldur kviknar

hotel_myndEf eldur kviknar í þínu herbergi skaltu koma þér út strax. Lokaðu hurðinni á eftir þér og gerðu starfsmönnum viðvart. Notaðu stiga en ekki lyftur til að komast niður.

Ef eldur er annars staðar í hótelinu, skaltu reyna komast út ef það er öruggt. Kannaðu hvort hurðin er heit áður en þú opnar hana. Taktu með þér herbergislykilinn ef þú skyldir þurfa að snúa við og leita skjóls þar.

Ef þú þarft að halda þér inni í herbergi þínu, skaltu setja innsigla hurðina með blautum handklæðum eða lökum. Slökktu á loftkælingunni. Hringdu í slökkviliðið eða annað neyðarnúmer. Gefðu merki í glugganum svo aðrir sjái að þú ert lokaður inni.