Ef grunur er um eitrun, hringið í Eitrunarmiðstöðina eða Neyðarlínuna 112.
|
|
Börn undir 5 ára eru í mestri hættu á að verða fyrir eitrun, t.d. með því að gleypa lyf eða önnur hættuleg efni. Lítið magn, jafnvel bara ein teskeið af sumum efnum valda skaða. Ekki er hægt að treysta á að bragð- og lyktarskyn ungra barna haldi þeim frá hættulegum efnum.
Börn geta líka orðið fyrir eitrun við það að anda efni að sér, með snertingu við húð eða augu.