Ef grunur er um eitrun, hringið í Eitrunarmiðstöðina eða Neyðarlínuna 112.
|
|
Þó sjaldgæft sé að börn á aldrinum 6-12 ára verði fyrir eitrunum kemur það fyrir. Mikilvægt er að setja aldrei afganga af hættulegum efnum yfir á djús- eða gosdrykkjaflöskur. Dæmi er um að börn á þessum aldri hafi orðið fyrir alvarlegum eitrunum því þau hafa drukkið efni úr flösku þrátt fyrir að liturinn á innihaldinu hafi verið einkennilegur.
Börn á þessum aldri verða oftar fyrir eitrunum í gegnum húð því þau eru oft að fikta með skaðleg efni sem þau finna í bílskúrnum eða á vinnusvæðum það er því mikilvægt að fræða þau um skaðsemi efnanna og að þau láti þau vera.