Drukknun

Samkvæmt rannsókn sem gerð var hér landi fyrir nokkrum árum þá drukkna börn á aldrinum 6-12 ára í sundlaugum, ám, vötnum og sjó. Þó að barn sé flugsynt þá þarf ekki langan tíma fyrir það að örmagnast ef það dettur í á, vatn eða sjó.

6-12_drukknun_myndBarn sem ekki er synt ætti aldrei að fara í sund án þess að vera undir eftirliti foreldra. Það er mikilvægt að foreldrar kynni sér hver raunveruleg kunnátta barn þeirra er í sundi hjá sundkennaranum. Mat barna eru oft óraunhæft á eigin getu. Eftir því sem börn verða eldri förum við að treysta þeim meira til að vera án eftirlits en mikilvægt er að hafa alltaf góðar gætur á börnum nálagt ám, vötnum og við sjó.

Köfun

Köfun í sundlaugum hefur reynst börnum hættuleg. Því er mikilvægt að hafa góðar gætur á að þau kafi ekki lengi í senn.

Skólasund

Áður en börn byrja í skólasundi er gott að þjálfa þau í að vera ein í búningsklefum og kynna þeim reglur á sundstöðum.