Börn á aldrinum 6-12 ára brenna sig helst vegna þess að þau eru að fikta við eld eða skotelda. Mjög alvarleg brunaslys hafa orðið þegar þau hafa kveikt sinueld eða tekið skotelda í sundur. Einnig eru dæmi um að börn hafi verið með saklaust fikt sem hefur endað í stórtjónum á fasteignum upp á margar milljónir. Mikilvægt er að fylgjast vel með börnum á þessum aldri (sérstaklega drengjum) hvað varðar fikt með eld og brýna fyrir þeim hversu alvarlegt það er.
Talsvert er um að börn brenni sig minniháttar brunum þegar að þau eru að hita sér mat í örbylgjuofnum og nota samlokugrill.
Minna er um það að börn á þessum aldri brenni sig á hitaveituvatni en þó eru dæmi þess.
Skyndihjálp
Mikilvægt er að kunna skyndihjálp. Því fyrr sem skyndihjálp er beitt, því meiri líkur eru á að hægt sé að koma í veg fyrir örmyndun.