Brunaslys

Börn yngri en 5 ára, sérstaklega þó börn á aldrinum 1-2 ára, eiga í hættu á að brenna sig.Húð barna er þynnri og viðkvæmari en húð fullorðinna, þess vegna brennur húð þeirra auðveldar og brunasárið verður dýpra. Einnig er viðbragðsflýtir þeirra mun minni en fullorðinna. Liðið geta 1½ til 2½ mínúta þar til barnið áttar sig á því að hluturinn er heitur og færir sig frá honum.

Bruni á húð getur orsakast af mörgu t.d. geislum sólarinnar, heitum vökvum, eldi, rafmagni, efnum og snertingu við heita hluti.

Skyndihjálp

Mikilvægt er að kunna skyndihjálp. Því fyrr sem skyndihjálp er beitt, því meiri líkur eru á að hægt sé að koma í veg fyrir örmyndun.