Börn eru afar viðkvæmur neytendahópur og því mikilvægt að vörur fyrir þau séu örugg, sterkleg og stöðug.Barnavörur og húsgögn orsaka allt að 20% slysa á börnum 0-12 mánaða, helst kerrur, hástólar, göngugrindur, hopprólur, skiptiborð og vöggur.
Ákveðnir staðlar eru í gildi fyrir hvern búnað fyrir sig, þar sem fram kemur m.a. leyfilegt bil milli rimla og að dýnan þarf að passa fyrir rúmið og verða samkvæmt gildandi staðli um öryggi. Ekki má nota hvað dýnu sem er heldur verður hún að vera framleidd fyrir ungbarn.
Barnavörur og húsgögn orsaka allt að 20% slysa á börnum 0-12 mánaða
Notaður búnaður
Fara verður vel yfir þann búnað sem fenginn er að láni eða er keyptur notaður. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að sá búnaður sé heill og í góðu lagi. Nauðsynlegt er að kynna sér sögu búnaðarins og varasamt getur veriðað kaupa hann óséðan.
Leiðbeiningar
Varúðarmerkingar og leiðbeiningar um rétta notkun skipta miklu máli. Allar varúðarmerkingar (ekki endilega notkunarleiðbeiningar) eiga að vera á íslensku. Ennfremur er mikilvægt að upplýsingar um viðhald séu skýrar og aðgengilegar.