Áhættuhegðun

Áhætta þarf ekki að vera neikvætt hugtak. Það er mikil áhætta að klifra á toppinn á Everest en: „Ég gerði það að íhuguðu máli, þar sem ég hafði kynnt mér allar hætturnar, æft mig og undirbúið líkamlega og andlega en tók að lokum áhættuna að vel íhuguðu máli,” sagði Lene Gammelgaard, fyrsta norræna konan sem komst á toppinn á Everest.

Áhættuhegðun er  lítið rannsakað hugtak hér á landi en mikilvægt í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn slysum.

Áhættuhegðun eftir aldri

Talið er að áhættuhegðun:

  • Byrji þegar börn ná 11 ára aldri.
  • Nái hámarki á aldrinum 14-16 ára.
  • Minnki hjá karlmönnum eftir 26 ára aldurinn, en mun fyrr hjá stúlkum.

Einkenni áhættuhegðunar hjá litlum börnum

Rannsóknir sýna að börn sem sýna ákveðna hegðun, eru æst og óstýrilát eru í áhættuhópi ef ekki er tekið á málum strax. Agi og fræðsla um hættur til barna geta dregið úr þessu.

Hvað segja rannsóknir?

  • Rannsóknir á áhættuhegðun byggjast á slysaskráningu sjúkrahúsa og eru því mjög takmarkaðar.
  • Þær miðast fyrst og fremst út frá  atvikinu – áverkanum.
  • Rannsóknir eru nánast alltaf gerðar á framhaldsskólanemum og lítið er vitað um unglinga sem hætta í skóla.
  • Rannsóknir sýna að ekki er mikill munur á körlum og konum þegar kemur að hvort kynið er áhættusæknara, en munur er á hverskonar áhættur konur taka miðað við karla.
  • Ástæður áhættuhegðunar hjá drengjum og stúlkum eru mismunandi.

Áhættuhegðun og vímuefni

Áhættuhegðun tengist oft neyslu á vímuefnum, en sökum hennar tekur einstaklingurinn fleiri áhættur td. afbrot, sjálfsvíg, óöruggt kynlíf.