Hnapp­araf­hlöður stór­hættu­leg­ar börn­um

Barnaspítalinn Great Ormond Street í London tilkynnti um síðustu helgi að lífshættulegum tilfellum hafi fjölgað mikið upp á síðkastið. Þeir telja að margir átti sig ekki á því hversu hættulegar þessar rafhlöður eru. Einnig kemur fram að alvarlegum tilfellum fjölgi sökum þess hversu algengar þær eru orðnar á heimilum.

Vert er að benda á að notaðar rafhlöður geta skaðað börn alvarlega en mest er hættan ef þau gleypa ónotaða rafhlöðu. Þær geta fest sig við vélynda eða maga og byrja þá að virka og hitna og brenna gat á líffærin. Af þessu tilefni ákvað ég að minan á þessa frétt sem birtist á mbl.is fyrir ári síðan.

Skildu eftir svar

Required fields are marked *.